Urriðavatnssund

ulogo

Skráning í sund 2018

Skráning í Urriðavatnssund 2018 hefst á hádegi mánudaginn 14. maí 2018.

  1. Stofnaðu aðgang (eða notaðu þann sem þú átt)
  2. Skráðu þig inn með notendanafni og lykilorði. 
  3. Veldu "Skráning" í valmyndinni efst
  4. Fylltu út formið og sendu.  Gætið vel að því að upplýsingar séu rétt skráðar.
  5. Þú færð tölvupóst á uppgefið netfang innan nokkurra mínútna.

Sjálfboðaliðar óskast

Urriðavatnssund verður haldið 28. júlí 2018.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið við undirbúning og framkvæmd sundsins eru beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið:

 

vinna@urridavatnssund.is.

Styrktaraðilar

Landeigendur  

icelandic logo

 
austurnet  
salt  
hh logo front  
arion  
heradsprent uia logo
hef logo MS 300dpi
Austurfrett 300  
svn  
Sesam logo litid bolholt
vhe  HusaLogo
Fljótsdalshérað  
top alcoa logo wide  

 islblogo

 
VIS   
sjova  
 tmlogo

 

 

croppedLV  
isavia logo  
Vaskur logo  
kpmg logo  

Hugleiðingar eftir sundið 2017

20170824 094022Urriðavatnssund er orðinn einn af föstu liðunum í sumardagskrá á Fljótsdalshéraði.  Hingað koma um 100 keppendur til að takast á við þessa þraut og ná sínum markmiðum.  Þeim fylgir svo hópur vina og ættingja sem fylgjast með og gera þetta allt skemmtilegra.

Við sem höfum undanfarin ár staðið fyrir þessum atburði, fáum ánægjuna af að sjá þetta blómstra og fjölga á hverju ári í þeim hópi sem lokið hafa þessari þraut.  Sá yngsti er 17 ára en sá elsti kominn á áttræðisaldur.

Í sumar vorum við óheppin með veður, það kólnaði og hvessti síðasta daginn fyrir sundið og um tíma héldum við að við þyrftum að aflýsa sundinu.  En okkar frábæru björgunarsveitir voru til staðar, réðu okkur heilt og þetta tókst.  Verkefni eins og þetta væri óframkvæmanlegt án þeirra.

Við eigum líka ýmsa bakhjarla, fólk og fyrirtæki sem styrkir okkur á ýmsan hátt.   Leggur til verkfæri og búnað, gefur okkur sundhettur og poka, drykki og orkuríka næringu fyrir sundmenn og svo mætti lengi telja.  Við höfum reynt að þakka þessum aðilum með því að auglýsa aðkomu þeirra á heimasíðu okkar og í auglýsingum í staðarblöðum.  Því miður gerðist það núna, að stórir styrktaraðilar gleymdust í auglýsingunni.  Salt bistro, sem gaf okkur sundpokana og Hótel Hallormsstaður sem hýsti tímatökumanninn okkar og gaf honum morgunmat.  Biðjum við hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum.

Að loknu sundi 2017

Urriðavatnssund 2017 var þreytt í morgun við ákaflega erfiðar aðstæður, norðan blástur og rigningu.  Töluverð alda var því á vatninu.  Vegalengdir voru styttar nokkuð svo öryggi keppenda yrði tryggt. 

Alls hófu 99 manns sundið og 91 lauk því. Verður það að teljast afrek út af fyrir sig að svo stór hluti keppenda lauk sundinu við þessar aðstæður.

Hálft sund:

Konur:

 1.     Ingunn Eir Andrésdóttir   13 mín :48.6 sek

Karlar:

       Hrafnkell Elísson 17 mín:10.5 sek

Landvættasund:

Konur:

  Sigurlaug María Jónsdóttir    16 mín 46.5 sek
       Margrét Halldórsdóttir    17 mín 40.9 sek
  Sarah McGarrity    18 mín 45.0 sek

Karlar:

      Bjarki Freyr Rúnarsson             14 mín 46.9 sek
  Tómas Beck     16 mín 40.3 sek
  Jakob Daníelsson     17 mín 45.8 sek

Allar upplýsingar um tíma og keppendur er að finna á www.timataka.net

Þakkir til allra sem gerðu þetta mögulegt !

Að loknu sundi 2016

Urriðavatnssund 2016 fór fram í gær, 23. júlí 2016.  Alls voru skráðir 121 keppandi, þar af 118 í Landvættasund 2,5 km.

Alls luku 100 manns því sundi, 61 karl og 39 konur.

urr2016 10Í kvennaflokki urðu úrslit þessi:

1. Katrín Pálsdóttir

2. Sigrún Hallgrímsdóttir

3. Gréta Björg Jakobsdóttir

 

urr2016 11Í karlaflokki urðu úrslit þessi:

1. Svavar Þór Guðmundsson

2. Hjalti Gautur Hjartarson

3. Jakob Samúel Antonsson

 

 

Þrír syntu 1250 m, eða hálft sund, tvær konur og einn karl.  Luku þau öll sundinu og hlutu viðurkenningar.

1. Guðbjörg Björnsdóttir

2. Þóra Elísabet Kristjánsdóttir

1. Ólafur Tröster

 

urr2016 09Einnig fékk Eiríkur Stefán Einarsson viðurkenningu fyrir þátttöku, en hann er upphafsmaður sundsins og hefur synt vatnið árlega í 7 ár.

 

 

 

Allir þeir sem lögðu okkur lið við framkvæmd sundsins hafi þökk fyrir.

Sjálfboðaliða vantar !

Sjálfboðaliða vantar til ýmissa starfa á sunddaginn frá kl. ca. 08:00 - 12:00 að morgni laugardagsins 23. júlí.
Við leitum að sjálfboðaliðum, 18 ára eða eldri til að vinna undir stjórn Björgunarsveitarinnar Hérað sem sér um öll
öryggismál á sundstað. Áhugasamir sjálfboðaliðar sendi nafn og símanúmer á netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.