Urriðavatnssund

ulogo

Skráning í sund 2018

Skráning í Urriðavatnssund 2018 hefst á hádegi mánudaginn 14. maí 2018.

  1. Stofnaðu aðgang (eða notaðu þann sem þú átt)
  2. Skráðu þig inn með notendanafni og lykilorði. 
  3. Veldu "Skráning" í valmyndinni efst
  4. Fylltu út formið og sendu.  Gætið vel að því að upplýsingar séu rétt skráðar.
  5. Þú færð tölvupóst á uppgefið netfang innan nokkurra mínútna.

Sjálfboðaliðar óskast

Urriðavatnssund verður haldið 28. júlí 2018.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið við undirbúning og framkvæmd sundsins eru beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið:

 

vinna@urridavatnssund.is.

Styrktaraðilar

Landeigendur  

icelandic logo

 
austurnet  
salt  
hh logo front  
arion  
heradsprent uia logo
hef logo MS 300dpi
Austurfrett 300  
svn  
Sesam logo litid bolholt
vhe  HusaLogo
Fljótsdalshérað  
top alcoa logo wide  

 islblogo

 
VIS   
sjova  
 tmlogo

 

 

croppedLV  
isavia logo  
Vaskur logo  
kpmg logo  

Til sundmanna - skyldulesning.

Kæri sundmaður – öryggi þitt kallar á ramma og reglur !

Við leggjum mikið upp úr öryggi þínu og annarra á sundstað. Björgunarsveitin Hérað fer með yfirumsjón og stjórn öryggismála.

Það er skylda að nota sundhettu sem afhent er fyrir sundið og æskilegt er að sundmenn noti búnað sem ver þá gegn kulda, þ.e. sundgalla og ef vill hettu.

Björgunarsveitarmenn verða með a.m.k. 3 báta á vatninu og í landi eru mannaðir varðturnar og talsamband er á milli báta og turna.

Vilji sundmaður aðstoð af einhverju tagi getur hann t.d. lyft hönd, veifað og einnig hrópað. Tímalengdin sem menn eru í vatninu skiptir máli gagnvart öryggi, sérlega ef vatnið er kalt. Þeir sem þreyta lengsta sundið þurfa að geta lokið því á 1,5 klukkustund. Ef menn ná því ekki þá mega björgunarsveitarmenn stöðva sundmann. Ennfremur geta björgunarsveitarmenn fyrr stöðvað þá sem greinilega eru uppgefnir. Þá þjálfa menn betur og koma fílefldir að ári.

Gerum þetta skemmtilegan dag og gangi þér vel á sundinu,

Skipuleggjendur Urriðavatnssunds

Mikilvægar upplýsingar til sundmanna !

Vegna óvenju mikillar þátttöku í sundinu hefur verið ákveðið að sundmenn verði ræstir í tvennu lagi. 

Afhending gagna:

22. júlí 2016 - Nánari tími og staðsetning síðar

 

Mæting á sundstað:

Snemma að morgni laugardagsins 23. júlí 2016 - Nánari tímasetning síðar

 

Sund hefst:

Ræst verður í tvennu lagi að morgni 23. júlí 2016 - Nánari tímasetning síðar

 

Þátttökugjald - greiðslumáti

Bankaupplýsingar fyrir keppendur

 

Þátttökugjald, 10.000 kr. fyrir lengri leiðir og 5000 kr. fyrir 400m sundið, greiðist inn á reikning 0305-26-30390

Kennitala eiganda: 640513-0390.

 

Skráning öðlast ekki gildi fyrr en þátttökugjald hefur verið greitt, sem gera skal innan þriggja daga frá skráningu og í síðasta lagi 19. júlí 2017, sem jafnframt er síðasti dagur skráningar, nema þátttökuþaki hafi verið náð fyrr, en þá verður lokað fyrir skráningu.

 

Þegar þátttökugjaldið er greitt, vinsamlega sendið kvittun á netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. ATHUGIÐ líka að prenta út kvittunina til að afhenda ásamt undirritaðri yfirlýsingu, því þetta tvennt (kvittun + yfirlýsingu) þarf að afhenda til að sundmaður fái gögn sín afhent kvöldið fyrir sundið og fái að synda.

 

 

Hjálpartæki og ráðleggingar !

Skipuleggjendur sundsins ráðleggja sundmönnum að nota búnað sem ætlað er að halda á manni hita; sundgalla og gjarnan hettu, hvorutveggja úr neoprane. Einnig má nota vettlinga og sokka sem miða að því sama. Mikilvægt er að galli passi vel og að gefnu tilefni er sérstaklega bent á of stór galli kælir beinlínis því nýtt vatn kemst þá sífellt milli búnings og líkama. Þá má galli ekki þrengja um of að brjósti enda mikilvægt að létt sé að anda.

Búnað má t.d. kaupa í GG Sport Gummibátar & Gallar, Ellingsen og víðar.

Skylda er að nota sundhettu sem sundmaður fær afhenta fyrir sundið.

Ekki má nota neinn þann búnað sem ætlaður er til að auka hraða s.s. hvers konar sundfit, blöðkur eða spaða, hvort sem er á hendur eða fætur.

Heimsóknir

Innlit greina
70522