Urriðavatnssund

ulogo

Skráningu lokið !

Á miðnætti 19. júlí lauk skráningu í Urriðavatnssund 2017 hér á vefnum. 

Þeir sem eru skráðir og hafa enn ekki greitt þátttökugjaldið eru beðnir að gera það hið fyrsta.  Forföll tilkynnist með tölvupósti á greidsla@urridavatnssund.is - þangað má einnig senda fyrirspurnir ef einhverjar eru.

Sendur verður tölvupóstur til allra sem hafa gilda skráningu með upplýsingum um ráshóp, rástíma o.fl. hagnýtar upplýsingar.

Sjálfboðaliðar óskast

Urriðavatnssund verður haldið 29. júlí 2017.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið við undirbúning og framkvæmd sundsins eru beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið:

 

vinna@urridavatnssund.is.

Styrktaraðilar

Landeigendur  

icelandic logo

 
austurnet  
salt  
hh logo front  
arion  
heradsprent uia logo
hef logo MS 300dpi
Austurfrett 300  
svn  
Sesam logo litid bolholt
vhe  HusaLogo
Fljótsdalshérað  
top alcoa logo wide  

 islblogo

 
VIS   
sjova  
 tmlogo

 

 

croppedLV  
isavia logo  
Vaskur logo  
kpmg logo  

Vatnið er kalt !

VATNIÐ ER  KALT, VERUM  Í  GÖLLUM

ENDURMETA MÁ SUNDLENGD !

Skipuleggjendur sundsins mæla mjög eindregið með því að synda í sundgalla og gjarnan neoprane-hettu líka (blautgalli og hetta úr sama efni).
Hver keppandi skal svo vera með hettu sem hann fær með gögnum sínum fyrir sundið.
Vatnið verður óvenjulega kalt í ár eða tæpast nema um 10°c, miðað við núverandi hitastig og veðurspá.
Galla og hettur má t.d. kaupa í GG Sport Gummibatar & Gallar, Ellingsen og ugglaust víðar.  

Spurt hefur verið hvort þátttakendum gefist kostur á að synda hálfsund í stað heils sunds og svarið er já -- það verður hægt að ganga frá slíkri breytingu þegar fólk sækir sín gögn daginn fyrir sundið, samanber fyrri tilkynningar og upplýsingar á heimasíðunni.

Hlökkum til að hitta ykkur ! --  Njótum dagsins!

Álkarlinn - alvöru austfirsk áskorun !

alkarl logoÁlkarlinn er austfirsk þriggja þrauta keppni sem samanstendur af þátttöku í þremur ólíkum austfirskum keppnumm, Urriðavatnssundi, Barðsneshlaupi og Tour de Ormi.

Allar eiga þessar keppnir sameiginlegt að vera krefjandi og fara fram í mikilfenglegri austfirskri náttúru.

Þrautirnar sem Álkarlar þreyta eru:
1.    Urriðavatnssund sem fram fer 25. júlí n.k. í Urriðavatni á Fljótsdalshéraði.
Keppendur í Álkarlinum synda 2,5 km.
2.    Barðsneshlaup sem fram fer 1. ágúst n.k. á Norðfirði.
Keppendur í Álkarlinum hlaupa 27 km utanvegaleið.
3.    Tour de Ormurinn sem fram fer 15. ágúst n.k. á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi.
Keppendur í Álkarlinum hjóla 103 km leið umhverfis Lagarfljót.

Þeir sem klára þrautirnar þrjár á einu og sama sumrinu hljóta viðurkenningargrip og sæmdarheitið Álkarlinn.
Einnig verður boðið upp á HÁLfkarl en þar synda þátttakendur 1.250 m í Urriðavatnssundi, hlaupa 13 km í Hellisfjarðarhlaupi (sem er hluti af Barðsneshlaupi) og hjóla 68 km í Tour de Orminum og viðurkenningarskjal og sæmdarheitið HÁLfkarlinn.

Vika til stefnu !!

Nú hafa ríflega 50 einstaklingar skráð sig til sunds.  Lokafrestur til skráningar er á laugardaginn 18. júlí og sama gildir uð greiðslufrest þátttökugjalds. 

Nái fjöldi skráðra tölunni 100 fyrir 18. júlí nk. verður lokað fyrir skráningu og það tilkynnt hér á síðunni.

skraning2015Nokkur brögð eru að því að sundmenn greiði þátttökugjaldið en ljúki ekki skráningunni á vefnum.  Þá vantar bæði upplýsingar um síma, netfang og sundvegalengd.

Hafir þú ekki fyllt út og sent þetta form, er ekki víst að skráning þín hafi komist til skila.

 

 

Urriðavatnssund 2015

Urriðavatnssund 2015 verður haldið laugardaginn 25. júlí.  Nánari tímasetningar verða birta síðar. 

Skráning hefst 15. maí nk.