Urriðavatnssund

ulogo

Skráningu lokið !

Á miðnætti 19. júlí lauk skráningu í Urriðavatnssund 2017 hér á vefnum. 

Þeir sem eru skráðir og hafa enn ekki greitt þátttökugjaldið eru beðnir að gera það hið fyrsta.  Forföll tilkynnist með tölvupósti á greidsla@urridavatnssund.is - þangað má einnig senda fyrirspurnir ef einhverjar eru.

Sendur verður tölvupóstur til allra sem hafa gilda skráningu með upplýsingum um ráshóp, rástíma o.fl. hagnýtar upplýsingar.

Sjálfboðaliðar óskast

Urriðavatnssund verður haldið 29. júlí 2017.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið við undirbúning og framkvæmd sundsins eru beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið:

 

vinna@urridavatnssund.is.

Styrktaraðilar

Landeigendur  

icelandic logo

 
austurnet  
salt  
hh logo front  
arion  
heradsprent uia logo
hef logo MS 300dpi
Austurfrett 300  
svn  
Sesam logo litid bolholt
vhe  HusaLogo
Fljótsdalshérað  
top alcoa logo wide  

 islblogo

 
VIS   
sjova  
 tmlogo

 

 

croppedLV  
isavia logo  
Vaskur logo  
kpmg logo  

Sundið 23. júlí 2016 -- Fjöldatakmörkun/greiðsluskil

Skráning hefst 15. maí 2016 kl. 12:00 á hádegi. Skipuleggjendur miða við allt að 100 þátttakendur og að skráning standi yfir t.o.m. laugardagsins 16. júlí, en áskilja sér rétt til að loka fyrir skráningu fyrr eða strax þegar 100 manns hafa skráð sig.
Skráning öðlast ekki gildi fyrr en skráningargjaldið hefur verið greitt og skal það greiðast innan þriggja daga frá skráningu. Síðasti dagur til að skrá sig og greiða er 16. júlí 2016.

Kvöldið fyrir sundið skulu sundmenn sækja gögn sín í hús Hitaveitu Egilsstaða og Fella í Fellabæ (stendur norðan vegar, ca. 600 m frá enda Lagarfljótsbrúar). Til að fá gögn sín skal sundmaður afhenda undirritaðra yfirlýsingu vegna sundsins, ásamt kvittun fyrir greiðslu þátttökugjalds.

 

Leiðbeiningar um skráningu.

Urriðavatnssund 2016

Ákveðið hefur verið að Urriðavatnssund 2016 fari fram laugardaginn 23. júlí 2016.  Sama dag er Bræðsluhátíðin á Borgarfirði eystra.

Tvær góðar ástæður til að koma austur á land !

Takk fyrir frábæran dag !

Urriðavatnssund fór fram í dag laugardaginn 25. júlí. Fjöldi þátttakenda var svipaður og í fyrra, en 54 sundmenn (19 konur og 35 karlar) mættu til leiks. Mætingin er aðdáunarverð í ljósi kalds sumars og þess að vatnshitinn var bara 11°C, lofthiti svipaður, en hæglætisveður. Gleði og jákvæðni ríkti meðal sundfólksins, aðstandenda þeirra og annarra viðstaddra.

Þrjár vegalengdir voru í boði; 400 m skemmtisund, Landvættarsund (2 km) og hálft Landvættarsund (1 km). Tveir tóku þátt í skemmtisundi en hinir lögðu til atlögu við Landvættarsundið.

Sigurvegari í 400 m skemmtisundi var Ragnheiður Grétarsdóttir á tímanum 13.32.11.
Sigurvegari í Landvættarsundi var Oddur Kristjánsson á tímanum 34.21.61. Næst Oddi og fyrst kvenna í Landvættarsundi var Sigfríð Einarsdóttir á tímanum 36.58.59. Tíma sundmanna er að finna hér.

Skipuleggjendur sundsins eru mjög ánægðir með hvernig til tókst og þakka keppendum, áhorfendum, sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum fyrir frábæran dag.

Afhending gagna

afh gagna

Gögn verða afhent í Ráðhúsinu í Fellabæ föstudaginn 22. júlí 2016 milli kl. 14:00 og 16:00 og milli 20:00 og 22:00.  Þá skulu þátttakendur einnig afhenda undirritaðar yfirlýsingar og kvittun fyrir greiðslu þátttökugjalds.

Ráðhúsið er merkt með rauðum krossi á myndinni.

Smellið á myndina til að fá stærra kort.