Urriðavatnssund

ulogo

Skráning í sund 2018

Skráning í Urriðavatnssund 2018 hefst á hádegi mánudaginn 14. maí 2018.

  1. Stofnaðu aðgang (eða notaðu þann sem þú átt)
  2. Skráðu þig inn með notendanafni og lykilorði. 
  3. Veldu "Skráning" í valmyndinni efst
  4. Fylltu út formið og sendu.  Gætið vel að því að upplýsingar séu rétt skráðar.
  5. Þú færð tölvupóst á uppgefið netfang innan nokkurra mínútna.

Sjálfboðaliðar óskast

Urriðavatnssund verður haldið 28. júlí 2018.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið við undirbúning og framkvæmd sundsins eru beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið:

 

vinna@urridavatnssund.is.

Styrktaraðilar

Landeigendur  

icelandic logo

 
austurnet  
salt  
hh logo front  
arion  
heradsprent uia logo
hef logo MS 300dpi
Austurfrett 300  
svn  
Sesam logo litid bolholt
vhe  HusaLogo
Fljótsdalshérað  
top alcoa logo wide  

 islblogo

 
VIS   
sjova  
 tmlogo

 

 

croppedLV  
isavia logo  
Vaskur logo  
kpmg logo  

Að loknu sundi 2014

Sund2014Urriðavatnssund 2014 fór fram í morgun.  Þátttakendur sem luku sundinu voru 54, þar af 49 sem syntu  Landvættasund - 2,5 km - .  Aðstæður voru hinar bestu, hlýtt í veðri, sólarlaust og nánast logn.  Gunnar Egill Benónýsson kom fyrstur í mark í Landvættasundinu og fyrst af konunum var Maria Johanna van Dijk. 

Sunnefa Jóhannsdóttir sigraði í 1250 m sundinu og Sigrún Ólafsdóttir kom fyrst í mark eftir 400 m sund.

Hér má sjá lista yfir tíma allra þátttakenda (pdf).

Að sundi loknu 2013

13 sund2013Urriðavatnssundið 2013 fór fram í dag laugardaginn 27. júlí. Alls syntu 27 manns; 17 karlar og 10 konur. Landvættasundið sem er 2.5 km syntu 25 manns og tveir svokallað skemmtisund 400 m langt.

Lesa meira.....

Sagan

Einhverjar sagnir eru af því að vatnið hafi verið nýtt til sundiðkunar af fólki sem bjó á bökkum þess, en það verður að svo stöddu ekki rakið nánar hér.

Það var svo sumarið 2010 að Eiríkur Stefán Einarsson sem fæddur er og uppalinn á bænum Urriðavatni við norðurenda vatnsins þreytti Urriðavatnssund fyrstur manna að því er best er vitað. Það hefur hann gert hvert sumar síðan, alls þrisvar; 2010, 2011 og 2012. Eiríkur hefur synt vatnið endilangt frá suðri til norðurs og tekið land í túninu heima ef svo má segja. Í fyrsta sinn synti hann einn, en árið 2011 synti með honum Sigfús Kári Baldursson og luku þeir báðir sundinu.

Síðastliðið sumar varð svo óvænt fjölgun, því þá hófu 4 menn sundið með Eiríki, þeir Elmar Logi Einarsson (bróðir Eiríks), Rúnar Þór Þórarinsson, Sigfús Kári Baldursson og bróðir hans Hjálmar Baldursson. Einungis 2 þessara kappa náðu að ljúka sundinu, þeir Eiríkur og bróðir hans Elmar. Aðstæður voru ekki eins og best var á kosið, mótalda var nokkur og dró það mikið úr mönnum. Hinir syntu ca. hálfa leiðina, sem er glæsilegt enda u.þ.b. jafnlangt og ein þriggja sundleiða sem verður í boði 27.júlí 2013 eða um 1300 m. Í öll skiptin hefur bátur fylgt sundmönnunum.
Þannig er komin fyrsti vísir að hefð á Urriðavatnssundi, þökk sé Eiríki Stefáni og félögum hans fram að þessu. Á grundvelli þess hefur nú verið ákveðið að gera sundið að árlegum viðburði. Hugmyndin að baki því er að skapa verðugan íþróttaviðburð með sundi í stöðuvatni og á forsendum sem flestra, með 3 mismunandi vegalengdir , sjá sundleiðir.