Urriðavatnssund

ulogo

Skráning í sund 2018

Skráning í Urriðavatnssund 2018 hefst á hádegi mánudaginn 14. maí 2018.

  1. Stofnaðu aðgang (eða notaðu þann sem þú átt)
  2. Skráðu þig inn með notendanafni og lykilorði. 
  3. Veldu "Skráning" í valmyndinni efst
  4. Fylltu út formið og sendu.  Gætið vel að því að upplýsingar séu rétt skráðar.
  5. Þú færð tölvupóst á uppgefið netfang innan nokkurra mínútna.

Sjálfboðaliðar óskast

Urriðavatnssund verður haldið 28. júlí 2018.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið við undirbúning og framkvæmd sundsins eru beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið:

 

vinna@urridavatnssund.is.

Styrktaraðilar

Landeigendur  

icelandic logo

 
austurnet  
salt  
hh logo front  
arion  
heradsprent uia logo
hef logo MS 300dpi
Austurfrett 300  
svn  
Sesam logo litid bolholt
vhe  HusaLogo
Fljótsdalshérað  
top alcoa logo wide  

 islblogo

 
VIS   
sjova  
 tmlogo

 

 

croppedLV  
isavia logo  
Vaskur logo  
kpmg logo  

Að sundi loknu 2013

13 sund2013Urriðavatnssundið 2013 fór fram í dag laugardaginn 27. júlí. Alls syntu 27 manns; 17 karlar og 10 konur. Landvættasundið sem er 2.5 km syntu 25 manns og tveir svokallað skemmtisund 400 m langt.

Veður var dásamlegt og aðstæður hinar bestu. Allir luku sínu sundi með sóma og gleðin skein af hverri brá, þó flestar væru þær votar. Tímar sundmanna munu birtast á heimasíðunni innan tíðar (fyrsti karl og fyrsta kona eru tilgreind hér neðar), sem og myndir frá sundinu. Skipuleggjendur þakka öllum þeim sem gerðu þetta ekki bara mögulegt, heldur magnaðan viðburð. Sundfólkinu þökkum við sérstaklega fyrir þátttökuna og ekki síður þökkum við áhorfendum sem settu mikinn og skemmtilean svip á daginn. Þá var það sérlega ánægjulegt að Eiríkur Stefán Einarsson frá Urriðavatni var á meðal sundmanna í dag en það er í raun í kjölfar hans sem við syndum, því hann hefur synt Urriðavatnið sl. 3 sumur og þetta því hans fjórða Urriðavatnssund í röð (sjá sögu sundsins hér á heimasíðunni). Ekki var síður ánægjulegt að Ingvar Þóroddsson einn stjórnarmanna Landvætta heiðraði sundið með því að vera viðstaddur, ávarpa viðstadda og gefa Urriðavatnssundinu fána Landvætta, sem svo blakti við hún á bakkanum í dag.

Maður er manns gaman og enginn er verri þótt hann vökni -- Urriðavatnssund er komið til að vera. TAKK FYRIR DAGINN !

Fyrstur karla í Landvættasundinu, 2.5 km var Ásgeir Elíasson á tímanu: 42´26"39

Fyrst kvenna í Landvættasundinu, 2.5 km var Halldóra G. Matthíasdóttir Proppé á tímanum 51´25"07