Skip to main content

Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir Neskaupstað skrifar:

Bobba jonsLangar ykkur að taka þátt í skemmtilegum íþróttaviðburði og prófa eitthvað nýtt? Ef svo þá hvet ég ykkur til að taka þátt í Urriðavatnssundinu sem haldið er ár hvert í Urriðavatni nálægt Egilsstöðum. Öll umgjörðin í kringum sundið er til fyrirmyndar og vel staðið að öllum öryggismálum. Hægt er að velja um 3 vegalengdir þannig að öll geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég hef bæði synt í spegilsléttu vatninu og í vindi og öldugangi en upplifunin er alltaf jafn stórkostleg að loknu sundi.

Ég hvet öll til að skrá sig og taka þátt. Þið sjáið ekki eftir því.