Skip to main content

VERTU MEÐ !

Sundleidir2018VERTU MEÐ í margföldu afmælissundi 29. júlí 2023 Urriðavatnssundið 29. Júlí nk. verður afmælissund í mörgum skilningi. Þá verða liðin tíu ár frá fyrsta opinbera sundinu í júlí 2013 og þá verður líka slíkt sund þreytt í tíunda sinn því ekki var synt 2021 vegna Covid-19. Þessi tíu-tvenna er ekki það eina því við munum líka halda upp á þrettán ára afmæli, þar sem heimamaðurinn Eiríkur Stefán Einarsson synti Urriðavatnssundið árin 2010, 2011 og 2012, já og raunar Covid-árið 2021 líka, svo fjórtán ára afmælinu verður ekki sleppt. Við viljum gera þetta að stórum viðburði og vonumst til að sjá ykkur sem allra flest. Kannski munum við líka í takt við tímann hætta að tala um sundmenn og sundfólk og tala bara um syndara. Vatnið bíður, vertu með 29.07. 2023, hlökkum til að sjá þig  !

Skipuleggjendur Urriðavatnssunds