Urriðavatnssund

ulogo

Skráning í sund 2018

Skráning í Urriðavatnssund 2018 hefst á hádegi mánudaginn 14. maí 2018.

  1. Stofnaðu aðgang (eða notaðu þann sem þú átt)
  2. Skráðu þig inn með notendanafni og lykilorði. 
  3. Veldu "Skráning" í valmyndinni efst
  4. Fylltu út formið og sendu.  Gætið vel að því að upplýsingar séu rétt skráðar.
  5. Þú færð tölvupóst á uppgefið netfang innan nokkurra mínútna.

Sjálfboðaliðar óskast

Urriðavatnssund verður haldið 28. júlí 2018.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið við undirbúning og framkvæmd sundsins eru beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið:

 

vinna@urridavatnssund.is.

Styrktaraðilar

Landeigendur  

icelandic logo

 
austurnet  
salt  
hh logo front  
arion  
heradsprent uia logo
hef logo MS 300dpi
Austurfrett 300  
svn  
Sesam logo litid bolholt
vhe  HusaLogo
Fljótsdalshérað  
top alcoa logo wide  

 islblogo

 
VIS   
sjova  
 tmlogo

 

 

croppedLV  
isavia logo  
Vaskur logo  
kpmg logo  

Úr náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs

hugrunUrriðavatn er eitt stærsta vatn á Héraði, um 100 ha að flatarmáli, rúmir 2 km á lengd og 0,5 km á breidd, meðaldýpi 4-5 m og mesta dýpi um 10 m. Það er í 38 m hæð y.s. Vatnið er mjög lífríkt enda renna í það lækir úr flestum þeirra vatna sem getið var í Fellagriðlandi, og auðga það að næringarefnum, en afrennsli þess er Urriðavatnslækur. Botngróður er víða ríkulegur, og vatnið er talið með bestu veiðivötnum á Héraði, eins og nafnið bendir til. Nálægt miðju vatni voru jafnan vakir á ísnum, nefndar Tuskuvakir, og bólaði þar upp loft. Um 1960 kom í ljós að þarna var jarðhitasvæði á botni; eftir nokkrar boranir á tanga sem gerður var frá austurströnd fékkst þar nægilegt magn af um 80° heitu vatni í Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Austurströnd vatnsins er þurr og fábreytileg en vesturströndin er víða með klettum. Þar er dálítið birkikjarr á Langatanga, og við hann flóasund með smátjörnum, sem ætti að tilheyra verndarsvæði vatnsins.Vatnið og umhverfi þess hefur verið ýtarlega kannað vegna jarðhitans.

Í vatninu kvað vera furðudýr nokkurt sem Tuska kallast, líklega kennd við vakirnar eða öfugt. Hún sást síðast um 1900 og bera lýsingar hennar keim af otrum. Að utan liggja tún Urriðavatnsbæjar að vatninu. Virkjun er í Urriðavatnslæk frá um 1950 og hindrar stíflan umferð urriða til og frá Lagarfljóti. (Um jarðhitann í Urriðavatni hafa verið gerðar margar skýrslur, en sú helsta þeirra er: Sigmundur Einarsson o.fl.: Jarðhitasvæðið í Urriðavatni. Jarðfræði- og jarðeðlisfræðirannsóknir 1972-1982. Orkust. / Jarðhitadeild, febr. 1983. Sigfús Sigfússon: Tuska. Ísl. þjóðs. og sagnir, IV: 103-106.)

Urriðavatnsásar eru breiður og mikill ásabálkur milli Urriðavatns og Lagarfljóts. Ásarnir eru lyngi vaxnir og langs eftir þeim liggja nokkur mýrasund með tjörnum. Næst vatninu eru Valgerðarstaðaásar (86 m y.s.) og Vatnsás utar, með Hádegishöfða aðskildum. Austan við Vatnsás er Gerðisás (98 m y.s.), sunnan við hann Timburtjörn og NA við hann Gerðistjörn og Grenisás (Grenisöxl), með klettum að utan og austan. Utan við tjörnina kallast Rani og þar eru Ranaklettar meðfram Fljóti. Selásar eru syðst og austast, utan við Fellabæ, og rísa 90 m y.s. (kenndir við Ekkjufellssel sem á þar land).

Fornbýlið Valgerðarstaðir er sunnan undir samnefndum ásum og eru þar margar tættur og garðlög. Þar hafa nýlega verið reist tvö stór gróðurhús fyrir trjáplöntustöð Barra hf. Austan í Selásum er fornbýlið Þorgerðarstaðir og uppi á þeim voru Selhús, beitarhús frá Seli. Úr Vaðbala utan við Fellaþorp er vaðið Einhleypingur yfir Lagarfljót, efsta vað á Fljótinu og mikið farið fyrrum. Úr Rana lágu tvö vöð yfir Fljótið, Ranavað og Gerðisvað. Kálfsnesgerði er ofan við Gerðistjörn, þar var búið fram á síðustu öld. Ásarnir voru skógi vaxnir fram á 19.öld og nú hefur lerki, furu og birki verið plantað í vestanverða ásana.