Urriðavatnssund

ulogo

Skráning í sund 2018

Skráning í Urriðavatnssund 2018 hefst á hádegi mánudaginn 14. maí 2018.

  1. Stofnaðu aðgang (eða notaðu þann sem þú átt)
  2. Skráðu þig inn með notendanafni og lykilorði. 
  3. Veldu "Skráning" í valmyndinni efst
  4. Fylltu út formið og sendu.  Gætið vel að því að upplýsingar séu rétt skráðar.
  5. Þú færð tölvupóst á uppgefið netfang innan nokkurra mínútna.

Sjálfboðaliðar óskast

Urriðavatnssund verður haldið 28. júlí 2018.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið við undirbúning og framkvæmd sundsins eru beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið:

 

vinna@urridavatnssund.is.

 Smellið á myndina til að fá stærri mynd til útprentunar.

Sundleidir2015

 

2500 metrar - Landvættasund

Ræst er úr víkinni (Hitaveitu- eda Volgruvík) sunnan við Hitaveitutangann og synt fyrir hann, beygt til norðurs og umhverfis bauju sem er í vatninu nærri Bræðratanga.  Svo er synt til baka fyrir tangann og inn í víkina þar sem sundið hófst.  Þar er markið.

 

Sundið er um 2500 metra langt.

1250 metrar - hálft sund

Ræst er úr víkinni (Hitaveitu- eda Volgruvík) sunnan við Hitaveitutangann og synt fyrir hann, beygt til norðurs og umhverfis bauju sem er í vatninu miðja vegu milli Bræðratanga og Hitaveitutanga.  Svo er synt til baka fyrir tangann og inn í víkina þar sem sundið hófst.  Þar er markið. 

 

Leiðin er um 1250 metra löng eða helmingur Landvættasundsins.

400 metrar - skemmtisund

Ræst verður úr víkinni (Hitaveitu- eda Volgruvík) sunnan við Hitaveitutangann, synt út fyrir bauju sem er um 200 m úti á víkinni og sömu leið til  bakkanum norðan við Hitaveitutangann, synt fyrir tangann og í mark í víkinni.

 

Leiðin er um 400 m löng.