Urriðavatnssund

ulogo

Skráningu lokið !

Á miðnætti 19. júlí lauk skráningu í Urriðavatnssund 2017 hér á vefnum. 

Þeir sem eru skráðir og hafa enn ekki greitt þátttökugjaldið eru beðnir að gera það hið fyrsta.  Forföll tilkynnist með tölvupósti á greidsla@urridavatnssund.is - þangað má einnig senda fyrirspurnir ef einhverjar eru.

Sendur verður tölvupóstur til allra sem hafa gilda skráningu með upplýsingum um ráshóp, rástíma o.fl. hagnýtar upplýsingar.

Sjálfboðaliðar óskast

Urriðavatnssund verður haldið 29. júlí 2017.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið við undirbúning og framkvæmd sundsins eru beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið:

 

vinna@urridavatnssund.is.

 Smellið á myndina til að fá stærri mynd til útprentunar.

Sundleidir2015

 

2500 metrar - Landvættasund

Ræst er úr víkinni (Hitaveitu- eda Volgruvík) sunnan við Hitaveitutangann og synt fyrir hann, beygt til norðurs og umhverfis bauju sem er í vatninu nærri Bræðratanga.  Svo er synt til baka fyrir tangann og inn í víkina þar sem sundið hófst.  Þar er markið.

 

Sundið er um 2500 metra langt.

1250 metrar - hálft sund

Ræst er úr víkinni (Hitaveitu- eda Volgruvík) sunnan við Hitaveitutangann og synt fyrir hann, beygt til norðurs og umhverfis bauju sem er í vatninu miðja vegu milli Bræðratanga og Hitaveitutanga.  Svo er synt til baka fyrir tangann og inn í víkina þar sem sundið hófst.  Þar er markið. 

 

Leiðin er um 1250 metra löng eða helmingur Landvættasundsins.

400 metrar - skemmtisund

Ræst verður úr víkinni (Hitaveitu- eda Volgruvík) sunnan við Hitaveitutangann, synt út fyrir bauju sem er um 200 m úti á víkinni og sömu leið til  bakkanum norðan við Hitaveitutangann, synt fyrir tangann og í mark í víkinni.

 

Leiðin er um 400 m löng.