Afhending gagna

Gögn verða afhent í Ráðhúsinu í Fellabæ milli kl. 16:00 og 22:00 föstudaginn 27. júlí.

Gögn:

  • Sundhetta með númeri sem skylt er að nota.  Sundhettunni þarf svo að skila eftir að sundi er lokið.
  • Tímatökuflaga sem festa skal um ökkla sundmanns áður en sund hefst.  Flögunni þarf að skila að loknu sundi.
  • Blað með upplýsingum - á blaðinu er einnig happdrættisnúmer.
  • Minjagripur með merki sundsins
  • Plastpokar, einn stór og annar lítill, báðir merktir með rásnúmeri.  Ætlaðir til að geyma fatnað og annað slíkt.
  • Allt þetta er afhent í taupoka með merki sundsins sem er eign sundmanns og merktur með plastborða með rásnúmeri.

Sundmenn þurfa þá að afhenda ábyrgðaryfirlýsingu, sem er skilyrði fyrir þátttöku í sundinu.