Urriðavatnssund

 Næst 27. júlí 2019

 

Sjálfboðaliðar óskast !

Þeir sem vilja leggja okkur lið á sunddaginn eða dagana á undan, sendið okkur skilaboð á vinna(at)urridavatnssund.is

Ýmis verkefni:

 • Undirbúningur og afhending gagna
 • Aðstoð við keppendur á sundstað
 • Móttaka í fjöru

Til þátttakenda !

 • Ef þið forfallist, látið okkur endilega vita með pósti á skraning(at)urridavatnssund.is. Við endurgreiðum 70 % af skráningargjaldinu ef forföll eru tilkynnt fyrir 17. júlí 2019.
 • Biðlista hefur verið lokað.  Þeir sem hafa fengið sendar slóðir á innskráningu, vinsamlega ljúkið skráningu fyrir miðnætti 17. júlí 2019.

Röðun í ráshópa

Keppendum hefur enn ekki verið raðað í ráshópa.  Þeir sem telja sig geta synt Landvættasundið á innan við 1 klst eru beðnir að senda tölvupóst á skraning(at)urridavatnssund.is.  Stefnt er að því að raða þeim saman í ráshóp.  Aðrir sem hafa sérstakar óskir um ráshópa, geta einnig sent óskir ykkar inn.  Annars verður ykkur úthlutað ráshóp þegar þið sækið gögnin, en afhending gagna verður föstudaginn 26. júlí. Staðsetning verður auglýst síðar.

Hitastig Urriðavatns

 • 24. júní 2019 .............................. 12,0°C
 • 5. júlí 2019 ................................... 12,5°C
 • 11. júlí 2019 ................................. 13,0°C
 • 15. júlí 2019 ................................. 14,0°C

Tímasetningar

 • Ráshópur L1 - kl. 07:15
 • Ráshópur L2 - kl. 08:30
 • Ráshópur U1 - kl. 09:45
 • Ráshópur L3 - kl. 10:15
 • Ráshópur L4 - kl. 11:30

Keppendur skulu vera mættir á sundstað eigi síðar en 30 mín. fyrir ræsingu.

 Ráshópur U1 er Ungmenna- og skemmtisund. 

Samstarfs- og styrktaraðilar