Urriðavatnssund 2022

 Laugardaginn 23. júlí

 

Urriðavatnssund 2022

Sundið fór fram að morgni 23. júlí. 

Aðstæður voru ágætar, nánast logn, skýjað en úrkomulaust.  Hitastigið hefði mátt vera hærra, sérstaklega lofthitinn.  Vatnshitinn var um 15 °C.

Við þökkum öllum þátttakendum, sjálfboðaliðum og gestum fyrir komuna og að gera þennan viðburð eins ánægjulegan og raun bar vitni.

Sjáumst að ári - þá verður 10 ára afmæli !

Dagskrá 23. júlí 2022

Svæðið opnar kl. 07:00.
Sundmenn þurfa að mæti a.m.k 20 mínútum áður en þeirra hópur verður ræstur.
  • Kl. 07:30 - Landvættasund 2500 m - fyrri ráshópur (1)
  • Kl. 09:00 - Landvættasund 2500 m - seinni ráshópur (2)
  • Kl. 09:10 - Ungmenna- og skemmtisund 500 m (3)
  • Kl. 10:30 - Hálft sund - 1250 m (4)

Verðskrá 2022

Þátttökugjöld:

    • 2500 m .... 12.000 kr
    • 1250 m ..... 12.000 kr  
    • 500 m .......  6.000 kr  

Ekki verður hægt að greiða með korti í ár en millifærslur og bankakröfur notaðar eftir því sem við á.

Í svarpósti frá netskraning.is á að koma fram kennitala og bankareikningur, þannig að auðvelt á að vera að millifæra greiðsluna

Skráning er ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.