Óskilamunir

oskilamunirNokkuð var um óskilamuni að sundi loknu.  Þeir voru fluttir í Ráðhúsið í Fellabæ, þar sem Hitaveitan er með skrifstofu.  Hægt er að hringja í síma 470 0787 til að spyrjast fyrir um þá.

Afhending gagna

Gögn verða afhent í Ráðhúsinu í Fellabæ milli kl. 16:00 og 22:00 föstudaginn 27. júlí.

Gögn:

 • Sundhetta með númeri sem skylt er að nota.  Sundhettunni þarf svo að skila eftir að sundi er lokið.
 • Tímatökuflaga sem festa skal um ökkla sundmanns áður en sund hefst.  Flögunni þarf að skila að loknu sundi.
 • Blað með upplýsingum - á blaðinu er einnig happdrættisnúmer.
 • Minjagripur með merki sundsins
 • Plastpokar, einn stór og annar lítill, báðir merktir með rásnúmeri.  Ætlaðir til að geyma fatnað og annað slíkt.
 • Allt þetta er afhent í taupoka með merki sundsins sem er eign sundmanns og merktur með plastborða með rásnúmeri.

Sundmenn þurfa þá að afhenda ábyrgðaryfirlýsingu, sem er skilyrði fyrir þátttöku í sundinu.

 

Hitastig vatnsins

Í gærmorgun var hitastig vatnsins komið í 15,8 °C.  Margir hafa verið að synda í vatninu undanfarna daga og látið vel af því. 

Dagskrá

  Kl. 07:00 - Fánar dregnir að húni
 • Kl. 07:15 - Ráshópur 1 - mæting  - Sundmenn staðfesti mætingu á sundstað við marklínu áður en þeir fara út í vatnið
 • Kl. 07:45 - Ráshópur 1 - Ræsing
 • Kl. 08:30 - Ráshópur 2 - mæting  - Sundmenn staðfesti mætingu á sundstað við marklínu áður en þeir fara út í vatnið
 • Kl. 09:00 - Ráshópur 2 - Ræsing
 • Kl. 09:45 - Ráshópur 3 - mæting  - Sundmenn staðfesti mætingu á sundstað við marklínu áður en þeir fara út í vatnið
 • Kl. 10:15 - Ráshópur 3 - Ræsing
 • Kl. 12:00 - Verðlaunaafhending fer fram á sundstað.
 • Dregnir verða út vinningar sem fyrirtæki á staðnum hafa gefið.  Meðal vinninga eru aðgangur að SPA á Gistihúsinu og Brunch á Hótel Héraði.
 • Allir sundmenn fá frítt í Sundlaugina á Egilsstöðum.
 • Heitir pottar eru við vatnið. Sundmenn eru þó beðnir að dvelja þar ekki of lengi og hliðra til fyrir þeim sem eru að koma úr vatninu.
 • Tjöld verða á staðnum þar sem sundmenn geta skipt um föt.

 

Tvö pláss laus !

Vegna forfalla eru 2 pláss laus í sundinu.  Þau eru bæði í síðasta ráshóp.  Ef einhver hefur áhuga er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 • 1
 • 2