Skip to main content

Öryggisreglur

Kæri sundmaður – öryggi þitt kallar á ramma og reglur !

Við leggjum mikið upp úr öryggi þínu og annarra á sundstað. Björgunarsveitin Hérað fer með yfirumsjón og stjórn öryggismála.

Það er skylda að nota sundhettu sem afhent er fyrir sundið og æskilegt er að sundmenn noti búnað sem ver þá gegn kulda, þ.e. sundgalla og ef vill hettu.

Björgunarsveitarfólk verður með báta á vatninu og í landi eru mannaðir varðturnar/varðstöðvar og talsamband er á milli báta og þeirra

Vilji sundmaður aðstoð af einhverju tagi getur hann t.d. lyft hönd, veifað og einnig hrópað. Tímalengdin sem menn eru í vatninu skiptir máli gagnvart öryggi, sérlega ef vatnið er kalt. Þeir sem þreyta lengsta sundið þurfa að geta lokið því á 1,5 klukkustund. Ef menn ná því ekki þá mega björgunarsveitarmenn stöðva sundmann. Ennfremur geta björgunarsveitarmenn fyrr stöðvað þá sem greinilega eru uppgefnir. Þá þjálfa menn betur og koma fílefldir að ári.

Gerum þetta skemmtilegan dag og gangi þér vel á sundinu,

Skipuleggjendur Urriðavatnssunds