Búnaður
Skipuleggjendur sundsins ráðleggja sundmönnum að nota búnað sem ætlað er að halda á manni hita; sundgalla og gjarnan hettu, hvorutveggja úr neoprane. Einnig má nota vettlinga og sokka sem miða að því sama. Mikilvægt er að galli passi vel og að gefnu tilefni er sérstaklega bent á of stór galli kælir beinlínis því nýtt vatn kemst þá sífellt milli búnings og líkama. Þá má galli ekki þrengja um of að brjósti enda mikilvægt að létt sé að anda.
Búnað má t.d. kaupa í GG Sport Gummibátar & Gallar, Ellingsen og víðar.
Skylda er að nota sundhettu sem sundmaður fær afhenta fyrir sundið.
Ekki má nota neinn þann búnað sem ætlaður er til að auka hraða s.s. hvers konar sundfit, blöðkur eða spaða, hvort sem er á hendur eða fætur.