Laugardaginn 23. júlí
Sundið fór fram að morgni 23. júlí.
Aðstæður voru ágætar, nánast logn, skýjað en úrkomulaust. Hitastigið hefði mátt vera hærra, sérstaklega lofthitinn. Vatnshitinn var um 15 °C.
Við þökkum öllum þátttakendum, sjálfboðaliðum og gestum fyrir komuna og að gera þennan viðburð eins ánægjulegan og raun bar vitni.
Sjáumst að ári - þá verður 10 ára afmæli !
Grein á vertuuti.is
Handvirkar mælingar
Hitamælirinn í vatninu er bilaður, verið er að vinna í að laga hann og verður sjálfvirka mælingin þá sett inn aftur.
Veðurspá:
Á laugardag:
Hæg breytileg átt eða hafgola. Skýjað með köflum og líkur á skúrum, einkum síðdegis. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast inn til landsins.
Þátttökugjöld:
Ekki verður hægt að greiða með korti í ár en millifærslur og bankakröfur notaðar eftir því sem við á.
Í svarpósti frá netskraning.is á að koma fram kennitala og bankareikningur, þannig að auðvelt á að vera að millifæra greiðsluna
Skráning er ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.